*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 16. september 2015 11:53

Ummæli neytenda um fyrirtæki aðgengileg á Já.is

Neytendum býðst nú að miðla upplifun sinni af vörum og þjónustu með stjörnugjöf á Já.is.

Ritstjórn
Sigríður Margrét Oddsdóttir er forstjóri Já hf.
Haraldur Guðjónsson

Ummæli neytenda um fyrirtæki og þjónustuaðila er nú aðgengileg á Já.is. Neytendum býðst þannig að miðla upplifun sinni af vörum og þjónustu allra fyrirtækja á Íslandi með því að gefa þeim stjörnur og ummæli. Lausnin er gagnvirk og geta forsvarsmenn jafnframt svarað beint ummælum neytenda. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Ummælin hjálpa neytendum að  taka ákvörðun um hugsanleg viðskipti og veita jafnframt fyrirtækjum mikilvægar upplýsingar um eigin frammistöðu, hvað þau eru að gera vel og hvað betur má fara“, segir Margrét Gunnlaugsdóttir, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri fyrirtækisins.

Í hverri viku nota um 220.000 Íslendingar Já.is m.a. til að finna upplýsingar um fyrirtæki og þjónustuaðila sem þeir hyggjast eiga viðskipti við. Fram kemur í tilkynningunni að fjöldi rannsókna sýni að neytendur horfi til reynslu annarra neytenda þegar komi að því að velja milli fyrirtækja og þjónustuaðila.

Neytendum býðst áfram að miðla af reynslu sinni á stjornur.is. Þar er hægt að lesa yfir 5000 umsagnir sem gefnar hafa verið um 1500 fyrirtækjum 

Stikkorð: