*

mánudagur, 10. desember 2018
Innlent 10. nóvember 2016 18:12

Viðreisn og Björt framtíð funda

Þingflokkar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduði í dag og ganga samsíða til viðræðna við Bjarna Benediktsson.

Ritstjórn
Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Haraldur Guðjónsson

Þingflokkar Bjartrar framtíðar og Viðreisnar héldu í dag sameiginlegan þingflokksfund og ganga sameinaðir til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um fyrirhugaða stjórnarmyndum. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, hafa áður fundað með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Haft er eftir Benedikt Jóhannessyni að hann hafi rætt við Bjarna Benediktsson og að hann ætti von á því að ræða aftur við Bjarna í dag.

Því er ekki ólíklegt að formennirnir þrír taki stöðuna í dag og að formaður Sjálfstæðisflokksins segi til um gang mála í kvöld eða á morgun.