Félagið Gatnamót ehf áforma að byggja þjónustu- og ferðamannamiðstöð við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar ofan við Selfoss. Áætlaður kostnaður við verkefnið gæti numið á bilinu 3-4 milljarðar króna. Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Gatnamóta ef, segir í samtali við Morgunblaðið í dag umsvifamikla fjárfesta hafa áhuga á verkefninu. Þeir sjái tækifæri í ferðaþjónustu. Framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári.

Byggingin er 10-12 þúsund fermetrar að stærð. Inni í henni á að vera sýningar fyrir ferðamenn, m.a. eldfjalla- og landmótunarsýning, veitingastaðir og aðstaða fyrir ýmis fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Hliðar byggingarinnar eiga að vera eftirlíkingar kraumani eldfjalls þar sem fólk getur séð jarðsöguna og mótun landsins.

Nú um stundir standa yfir viðræður við sveitarfélagið Árborg um lóðamál, deiliskipulag og fleiri atriði.