*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Jón Ingvarsson
12. júlí 2018 13:28

Rangfærslum enn ósvarað

Ómálefnalegt yfirklór Þorkels Sigurlaugssonar er fjarri því að svara einföldum spurningum mínum.

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.
Eva Björk Ægisdóttir

Ómálefnalegt yfirklór Þorkels Sigurlaugssonar er fjarri því að svara einföldum spurningum mínum. Þess í stað drepur hann málinu á dreif og þvælir um allt og ekkert til að koma sér undan að svara því sem um er spurt.

Mál þetta snýst ekki um bókina „Framtak við endurreisn“ eins og Þorkell segir, heldur snýst einfaldlega um margnefnt viðtal við dr. Ásgeir Jónsson, sem fullyrðir, að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafi ekki átt rekstrarlegt erindi eftir 1990 eftir að útflutningur á fiski var gefinn frjáls og að félagið hafi ekki lengur notið niðurgreiðslna frá Seðlabanka Íslands.

Ég vildi aðeins fá skýringar á því hvernig á því stæði, að hann héldi fram þessum alvarlegu rangfærslum. En það virðist vera borin von um að svör fáist við þeim einföldu spurningum.

Skýringin á þeirri framkomu er því augljóslega sú, að dr. Ásgeir hefur áttað sig á því, að hann fór þarna með rangt mál, en ekki treyst sér til að viðurkenna það, og því ákveðið að svara ekki. Það er merkilegt fyrir mann í hans stöðu. Ég hlýt því að álykta að spurningum mínum hafi verið svarað með þögninni.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.