*

laugardagur, 25. maí 2019
Erlent 13. febrúar 2018 14:15

Amazon sækir fram í heilbrigðisgeiranum

Fyrirtækið vill setja upp netverslun fyrir spítala þar sem þeir geta keypt heilbrigðisvörur.

Ritstjórn
Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon.
european pressphoto agency

Netverslunarrisinn Amazon ætlar sér stóra hluti í heilbrigðisgeiranum. Fyrirtækið vill efla netverslun sína fyrir spítala þar sem þeim verður boðið að kaupa allskonar heilbrigðisvarning en frá þessu er greint á The Wall Street Journal.

Fyrirtækið hefur nokkrum sinnum boðið forstjórum spítala til sín til þess að ræða heilbrigðisgeirann og hugmyndir sínar um uppbyggingu netverslunar fyrir spítala.

Fyrirtækjasvið Amazon selur nú þegar einhverjar heilbrigðisvörur en fjöldi vörulína en afar takmarkaður.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim