Drög aðgerðaáætlunar í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja hafa nú verið birt almenningi á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Í drögunum segir að frumkvöðlastarf og nýsköpun séu forsenda efnahagslegrar hagsældar. Opinber stefnumörkun og aðgerðir til að efla frumkvöðlastarf og nýsköpun séu því eitt meginviðfangsefni stjórnvalda til að stuðla að samkeppnishæfu atvinnulífi og aukinni verðmætasköpun.

Meðal aðferða sem ráðuneytið nefnir að það muni kanna í drögunum eru:

Bætt aðgengi frumkvöðla og sprotafyrirtækja að fjármagni

  • Aukin framlög til Tækniþróunarsjóðs um 975 m.kr. 2016
  • Stefnt að því að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins leggi áherslu á að fjárfesta í sjóðum

Einföldun regluverks fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki

  • Kostnaður við skráningu einkahlutafélags verði sambærilegur við nágrannalönd
  • Hægt verður að stofna frumkvöðlafélag eða einkahlutafélag alfarið í gegnum vefinn
  • Einfaldari skil ársreikninga örfyrirtækja

Markvissari opinber þjónusta og stuðningur við frumkvöðlastarf og nýsköpun

  • Aukin áhersla á árangursmat opinbers stuðnings við nýsköpun
  • Starfrækt verður samræmd upplýsinga- og styrkjagátt
  • Markvisst átak til eflingar nýsköpunar í starfandi fyrirtækjum

Öflugra frumkvöðla- og nýsköpunarsamfélag

  • Ráðstefna/uppsprettuvettvangur hugmynda og hvatning til nýsköpunar
  • Árlegur frumkvöðla- og sprotaviðburður iðnaðar- og viðskiptaráðherra