*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 15. nóvember 2018 17:57

Bitcoin hríðfellur

Verðmæti rafmynta heimsins hefur undanfarinn sólarhring lækkað um sem samsvarar einni og hálfri landsframleiðslu Íslands.

Ritstjórn
Bitcoin hefur ekki verið lægra í meira en ár.
epa

Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað um tæplega 10% í dag og stendur nú í um 5.500 dollurum. Verð á rafmyntinni hefur ekki verið lægra í rúmt ár eða síðan í október 2017.

Verð á hverri einingu af Bitcoin fór á flug árið 2017, frá febrúar og fram í desember 2017 hækkaði rafmyntin hver eining af rafmyntinni úr 1.000 dollurum í 19.000 dollara en hefur síðan þá farið.

Undanfarinn sólarhring hefur samanlagt virði allra rafmynta lækka um 30 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna. Verðfallið samsvarar um einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Heildarviðri allra rafmynta stendur nú í 181 milljarði dollara og hefur ekki verið lægra í meira en ár.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim