Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað um tæplega 10% í dag og stendur nú í um 5.500 dollurum. Verð á rafmyntinni hefur ekki verið lægra í rúmt ár eða síðan í október 2017.

Verð á hverri einingu af Bitcoin fór á flug árið 2017, frá febrúar og fram í desember 2017 hækkaði rafmyntin hver eining af rafmyntinni úr 1.000 dollurum í 19.000 dollara en hefur síðan þá farið.

Undanfarinn sólarhring hefur samanlagt virði allra rafmynta lækka um 30 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna. Verðfallið samsvarar um einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Heildarviðri allra rafmynta stendur nú í 181 milljarði dollara og hefur ekki verið lægra í meira en ár.