*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 1. júní 2017 07:15

Breytingar á Viðskiptablaðinu

Trausti Hafliðason tekur við ritstjórastarfinu af Bjarna Ólafssyni og Ásdís Auðunsdóttir verður aðstoðarritstjóri.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Trausti Hafliðason hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins og tekur hann við af Bjarna Ólafssyni, sem gegnt hefur starfinu í þrjú og hálft ár. Ásdís Auðunsdóttir hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri en því starfi gegndi Trausti áður.

Trausti, sem hefur meistaragráðu í blaðamennsku frá Háskólanum í Arizona, hefur starfað í fjölmiðlum í tæp 20 ár. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu um tíma en einnig á Fréttablaðinu, þar sem hann var meðal annars fréttastjóri í átta ár. Trausti var um tíma ritstjóri Blaðsins og hann hefur starfað á Viðskiptablaðinu frá árinu 2013.

Ásdís, sem er lögfræðimenntuð, hefur starfað hjá Viðskiptablaðinu í ríflega eitt ár. Áður starfaði hún við ýmis lögfræðistörf.