*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 25. nóvember 2011 11:50

Danska Bankasýslan í mínus

Danir hafa líkt og aðrir þurft að hjálpa bönkum landsins. Hlutabréf í bönkum reyndust ekki traustur gjaldmiðill.

Ritstjórn
Amagerbankinn er einn þeirra sem fór á hliðina fyrr á árinu. Hinn færeyski BankNordik, áður Færeyjabanki, keypti hann með manni og mús.

Bankasýsla Danmerkur tapaði 675 milljónum danskra króna, jafnvirði 14,5 milljarða íslenskra króna, á fyrstu níu mánuðum ársins. Bankasýsla þeirra Dana tekur líkt og hér yfir skuldbindingar þeirra banka í vanda.

Í tilkynningu Bankasýslunnar sem danska viðskiptablaðið Börsen gerir að umfjöllunarefni í dag kemur fram að tapið skýrist öðru fremur af niðurfærslu á eignum og kröfum í hirslum Bankasýslunnar.

Bankasýslan eignaðist hlutabréf í dönskum bönkum þegar yfirvöld gerðu þeim kleift að greiða fyrir aðstoð frá hinum opinbera með eigin hlutabréfum. Það leiddi til þess að Bankasýslan eignaðist meirihluta hlutafjár í Skælskør Bank og Max Bank. Þeir fóru báðir á hliðina í síðasta mánuði með tilheyrandi áhrifum á eignasafn Bankasýslunnar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim