Innanríkisráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um ómönnuð loftför, dróna, til umsagnar.

Nokkrar takmarkanir eru á heimild til flugs en meðal þeirra eru að ekki má fljúga innan þéttbýlis, í innan við 1,5 km frá svæðamörkum flugvallar nema fyrir liggi leyfi rekstraraðila flugvallarins og ekki er heimilt að fljúga loftfari í meiri hæð en 120 m yfir jörð.

Í reglugerðardrögunum er gert ráð fyrir að ef aðili hefur leyfi til starfrækslu ómannaðs loftfars í atvinnuskyni getur hann sótt um undanþágu frá ofangreindum takmörkunum.

Mjög strangar kröfur eru í drögunum varðandi eftirlit en stjórnandi drónans þarf að hafa flugmannspróf. Heimilt er þó að veita undanþágu frá menntunarkröfum fyrir dróna sem vega minna en þrjú kíló og þá eingöngu um flug sem er í augnsýn stjórnanda.