*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 29. júní 2018 16:02

Eimskip hækkaði um 5,58%

Verð á hlutabréfum í Eimskipum hækkaði um 5,58% í 100 milljóna króna viðskiptum í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Eimskipum hækkaði um 5,58% í 100 milljóna króna viðskiptum í dag en Viðskiptablaðið fjallaði um í morgun að stjórn Eimskipa leggði til kaup á eigin bréfum í féalginu. Verður tillagan borin undir hluthafafund sem haldinn verður í lok júlí. Næst mest hækkaði verð á bréfum í Heimavöllum eða um 2,56% í 72 milljóna króna viðskiptum. 

Mest lækkaði verð á bréfum í Sjóvá eða um 1,82% í 66 milljóna króna viðskiptum en afkomuviðvörun kom frá félaginu fyrr í dag. Næst mest lækkaði verð á bréfum í Origo eða um 0,98% í 1 milljóna króna viðskiptum. 

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,25% í viðskiptum dagsins.