*

föstudagur, 19. janúar 2018
Innlent 21. apríl 2017 14:40

Ferðamenn dvelja skemur

Meðaldvöl útlendinga styttist talsvert í fyrra eða niður í 3,8 nætur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Meðaldvöl útlendinga styttist niður í 3,8 nætur í fyrra eftir að hafa verið í kringum fjóra og hálfa nótt nær undantekningarlaust á árunum 2003 til 2015. Þetta kemur fram í samanburði Túrista sem unnin er upp úr tölum Hagstofu Íslands um heildargistináttafjölda útlendinga og talningu Ferðamálastofu á komum erlendra ferðamanna.

Síðastliðin ár fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna hlutfallslega í takt við aukninguna í komum erlendra ferðamanna. Árið 2015 þá fjölgaði ferðamönnum hins vegar meira en gistinóttum útlendinga og í fyrra rofnaði samband þessara tveggja stærða og þá fjölgaði ferðamönnum um 40% en gistinóttum um 22%.

Að mati Túrista eru mögulegar útskýringar á því að meðaldvöl erlendra ferðamanna minnki svona hratt í fyrra, kann meðal annars að skrifast á mikla styrkingu krónunnar og þar af leiðandi hærra verðlagi fyrir ferðamenn annars vegar. Og hins vegar af hærra hlutfalli skiptifarþega Icelandair og Wow air.