*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 26. febrúar 2018 15:25

Fjármálastjórinn kaupir í TM

Óskar B. Hauksson, fjármálastjóri TM, hefur keypt 430.000 hluti í félaginu á genginu 35,10.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Óskar B. Hauksson, fjármálastjóri TM, hefur keypt 430.000 hluti í félaginu í morgun á genginu 35,10 að því er kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu um viðskipti fruminnherja. Miðað við kaupgengið þurfti Óskar að reiða fram tæplega 15,1 milljón króna við kaupin.

Bréf TM fást þegar þetta er skrifað á verðinu 34,85 og Óskar því tapað lítillega síðan að hann keypti bréfin.

Eftir viðskiptin á hann 1.110.416 bréf í félaginu en virði þeirra miðað við markaðsgengið nú er tæplega 38,7 milljónir króna.