*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 5. september 2012 16:45

Flugfargjöld hækka eftir sumarið

Dýrara er að fljúga til London en Kaupmannahafnar. Farmiðaverð hefur hækkað upp á síðkastið.

Ritstjórn
Ein af vélum Icelandair.
Gísli Freyr Valdórsson

Verð á flugfargjöldum hefur hækkað hjá öllum flugfélögunum síðustu vikurnar. Nú er svo komið að ódýrara er að fljúga til London en Kaupmannahafnar. 

Bent er á í verðkönnun Túrista, að um miðjan júlí kostaði ódýrasta farið, í fyrstu viku október, til London og tilbaka tæpar þrjátíu þúsund krónur. Ef miðinn er bókaður í dag kostar hann að lágmarki 31.900 krónur. Hækkunin nemur 8,5 prósentum. Ódýrasta farið til Kaupmannahafnar í byrjun október hefur hækkað um rúm ellefu prósent. Þetta er vísbending um að ekki verði áframhald á verðþróun sumarsins þegar verðkannanir Túrista sýndu endurtekið að fargjöld WOW air og Iceland Express lækkuðu þegar styttist í brottför.

WOW air ódýrast án þungs farangurs en Iceland Express með töskum

Nánar má lesa um flugfargjöldin á vefsíðu Túrista.