Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd ISAVIA við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) var felldur í kosningu sem lauk í nótt. Kjarasamningurinn var gerður í kjölfar lagasetningar Alþingis á yfirvinnubann flugumferðarstjóra.

Var samningunum hafnað með 60,2% atkvæða gegn 29,8% og tóku 90% félagsmanna þátt í atkvæðagreiðslunni.

Nú þegar samningnum hefur verið hafnað mun ákvæði lagasetningarinnar taka gildi um að kjaradeilunni verður vísað til gerðardóms. Í lagasetningunni er tekið fram að dómurinn verður að taka tillit til launahækkana á almennum vinnumarkaði við úrskurð sinn.

„Ég hef ekki heyrt í viðsemjendum okkar en ef að það verður ekki sest niður og samið upp á nýtt og samið hratt þá endar það í gerðardómi,“ segir Sigurjón Jónasson formaður FÍF í frétt á Vísi .