Úrskurður frá kjararáði þess efnis að 48 forstöðumenn ríkisstofnanna munu fá um 10,8% launahækkun var birtur í gær. Þessu greinir Morgunblaðið frá.

Úrskurðurinn var dagsettur þann 14. júní en þann 11. júní samþykkti Alþingi lög varðandi það að ráðið verði lagt niður. Lögin tóku gildi nú um mánaðarmótin.

Úrskurðurinn kveður á um að laun forstöðumannanna muni hækka mismikið en þegar hækkunin hefur gengið í gegn munu 13 af þeim 48 hafa meira en milljón á mánuði í föst mánaðarlaun.

Launahæstur er forstjóri Landsspítalans með 1,29 milljónir á mánuði en næsthæstu launin hefur rektor HÍ með 1,25 milljónir.