*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 4. júlí 2012 19:25

Framkvæmdastjórn 365 miðla lögð af

Af átta manna framkvæmdastjórn 365 um síðustu áramót eru fimm hættir hjá fyrirtækinu.

Bjarni Ólafsson
Ari Edwald segir markmiðið m.a. hafa verið að fækka yfirmönnum og fundum.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Endurskipulagningu á yfirstjórn 365 miðla er lokið og var niðurstaðan sú að framkvæmdastjórn fyrirtækisins hefur verið lögð niður. Í staðinn heyra sex einingar beint undir forstjóra fyrirtækisins, Ara Edwald.

Meðal þeirra yfirmanna fyrirtækisins sem horfið hafa á braut á síðustu vikum eru þeir Ágúst Valgeirsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, og Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri tekjusviðs.

Ari segir að fyrirtækið sé nú að mörgu leyti einfaldara en það var fyrir nokkrum árum því hafi verið unnið að því að straumlínulaga og einfalda yfirstjórn þess. „Með þessum breytingum er verið að færa ákvörðunarvald neðar í fyrirtækið,“ segir hann.

Nánar er fjallað um breytingarnar hjá 365 miðlum í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu er: 

 • Risastórt neðanjarðarhagkerfi í ferðaþjónustu
 • Skráning fasteignafélagsins Regins í Kauphöllina
 • Veiðiferðir og mannréttindabrot
 • Skuldir sveitarfélaganna
 • Árangurslaus björgun Sögu Capital
 • Lóðaskil borgarinnar
 • Framtíð Evrópu
 • Ítarlegt viðtal við Einar Örn Einarsson og Emil Helga Lárusson í Serranó
 • Hera Björk er Púkó Smart
 • Óðinn mælir með því að prófa kapítalismann
 • Ferðalögin í borginni
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað, ásamt Tý sem skrifar um túlkun á niðurstöðu forsetakosninganna
 • Myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...
Stikkorð: 365 miðlar Ari Edwald