*

mánudagur, 25. mars 2019
Fólk 10. júlí 2018 17:18

Friðbjörn til FISK Seafood

Friðbjörn Ásbjörnsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood.

Ritstjórn
Friðbjörn Ásbjörnsson, nýráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood.
Aðsend mynd

Auk almennra verkefna fyrir félagið mun hann sinna sérstaklega starfseminni á Snæfellsnesi.

Friðbjörn starfaði áður sem framkvæmdastjóri Soffaniasar Cecilssonar, en FISK keypti félagið á síðasta ári. Hann er einnig stjórnarformaður útgerðarfélagsins Nesvers, var áður framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar, og hefur langan feril að baki í viðskiptum á fiskmörkuðum, í kvótamiðlun o. fl.

FISK Seafood ehf. er grundvallað á sameinaðri starfsemi Skagstrendings hf. og Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Á undanförnum árum hefur félagið stækkað við sig með kaupum eða samrunum. 

FISK Seafood rekur fiskvinnslustöðvar í Grundarfirði og á Sauðárkróki og skipafloti félagsins samanstendur af tveimur ferskfisktogurum, frystitogara og tveimur togbátum. Auk veiða í íslenskri fiskveiðilögsögu eru mið sótt í Barentshafi og utan lögsögu á Reykjaneshrygg.

Stjórnarformaður félagsins er Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri er Jón Eðvald Friðriksson.