Niðurstaða könnunnar MMR sem framkvæmd var á dögunum 12.-20. maí sl. sýnir að Guðni Th. Jóhannesson mældist með um tvo þriðju hluta atkvæða og heldur forystunni með 65,6% fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands.

Fylgi Davíðs Oddssonar mældist 18,1% og hefur hann hlutfallslega meira fylgi meðal þeirra sem styðja Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk.

Loks mælist Andri Snær Magnason mældist með 11% fylgi og Halla Tómasdóttir með 2,2% fylgi. Aðrir frambjóðendur mældust með samanlagt 3,0% fylgi.

Niðurstöður könnunar MMR 12-20 maí
Niðurstöður könnunar MMR 12-20 maí
© Aðsend mynd (AÐSEND)