*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 26. maí 2015 09:28

Hagnaður Ryanair jókst um 66%

Farþegum Ryanair fjölgaði um milljónir milli ára, að sögn forstjóra flugfélagsins.

Ritstjórn

Írska flugfélagið Ryanair hagnaðist um 867 milljónir evra á fyrsta ársfjórðungi og jókst hann þannig um 66% frá sama tímabili í fyrra, en þetta kemur fram í frétt BBC News.

Afkoman er nokkru betri en búist hafði verið við og sagði Michael O'Leary, forstjóri flugfélagsins, að farþegum þess hefði fjölgað um milljónir milli ára. Lækkandi olíuverð hafði einnig jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækisins.

Farþegum fjölgaði um 11% milli ára og voru þeir nú 90,6 milljónir talsins á tímabilinu. Tekjur Ryanair jukust um 12% á milli ára og voru nú rúmír 5,6 milljarðar evra.

Þá tilkynnti Ryanair að flugfélagið hefði pantað 183 Boeing 737-800 þotur til afhendingar milli 2014 og 2018 og 200 Boeing 737 Mx 200 þotur til afhendingar milli 2019 til 2023. Er það gert til þess að mæta aukinni eftirspurn á næstu árum.

Stikkorð: Ryanair
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim