*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 22. september 2018 13:46

Hefja leit að nýjum forstjóra

Flugfélagið Norwegian hafa hafið leit að staðgengli hins 72 ára gamla forstjóra og stofnanda flugfélagsins, Bjorn Kjos.

Ritstjórn
Bjørn Kjos, stofnandi og forstjóri Norwegian Air, er 72 ára gamall.
epa

Stjórn flugfélagsins Norwegian Air Shuttle ASA, lággjaldaflugfélagsins norska sem stofnað var árið 2002, hefur hafið leit að nýjum forstjóra fyrir félagið.

Núverandi forstjóri, og stofnandi félagsins Bjørn Kjos er sagður hafa það á tilfinningunni að hann sé að ganga fram af sér og að hann vonist til að vera ekki lengur í starfinu eftir þrjú ár. Kjos, sem er 72 ára gamall, hefur verið forstjóri félagsins frá stofnun þess.

Mögulegir arftakar sem Bloomberg fréttastofan nefnir til sögunnar gætu verið dóttir hans, flugstjórinn Anna Helena Kjos sem og forstjóri norska skipafélagsins Hurtigruten, Daniel Skjeldam.

Hlutabréf í félaginu hafa hækkað um 46% það sem af er ári, og er það talið að hluta til vegna mögulegs áhuga IAG Group, sem meðal annars rekur British Airways, Iberia, Air Lingus og Vueling flugfélögin, á að kaupa félagið.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim