*

föstudagur, 22. febrúar 2019
Innlent 4. júní 2018 16:48

Heildarvelta dagsins aðeins 252 milljónir

Gengi bréfa Marels hækkuðu mest í Kauphöllinni í dag, en heildarveltan á hlutabréfamarkaði nam aðeins 252 milljónum.

Ritstjórn
Heildarvelta dagsins í Kauphöll Nasdaq var nokkuð lág.
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 0,43% í 252 milljóna heildarveltu á markaði og fór hún í 1.736,68 stig. Heildarveltan í markaðsvísitölu Gamma nam tæplega 3,5 milljörðum króna og hækkaði um 0,13% og stendur nú í 165,580 stigum.

Þar af námu skuldabréfaviðskiptin rúmlega 2,6 milljörðum króna og hækkaði skuldabréfavísitala Gamma um 0,04% upp í 335,453 stig.

Mest hækkun var á gengi bréfa Marel, eða um 1,17% í 29 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 387,50 krónur. Næst mest hækkaði gengi bréfa Skeljungs um 0,90% í 1 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 6,69 krónur. 

Mest lækkun var svo á gengi bréfa Origo eða um 1,62% í mjög litlum viðskiptum þó. Gengi bréfa í Icelandair lækkaði næst mest, eða um 1,26% í 50 milljóna króna viðskiptum og stendur það nú í 11,75 krónum. 

Stikkorð: Gamma Kauphöll Nasdaq