*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 18. mars 2017 09:01

Hinir nýju hliðverðir

Félagsmiðlar eru orðnir hinir nýju hliðverðir þjóðfélagsumræðunnar, en þeir eru ekki vandfýsnir.

Ritstjórn

Sagt hefur verið um fjölmiðla, að þeir hafi verið hliðverðir þjóðmálaumræðu, þeir hafi getað haft áhrif á hana með fréttamati og fréttavali og einnig úthýst ýmsu, sem þeim þótti miður geðslegt.

Og eins hefur verið sagt að með tilkomu netsins hafi þeir glatað þessu hlutverki, netverjar velji sér sjálfir fréttir og segi þær líka ef á þarf að halda. Semji þær jafnvel.

Af nýrri könnun bandarísku rannsóknarstofnunarinnar Pew á því hvaðan eða hvernig menn fá fréttir á netinu sést að sennilega var það rangt athugað.

Það eru komnir nýir hliðverðir þar sem eru félagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter eða leitarvélar eins og Google. Munurinn er sá að þeir eru ekki vandfýsnir og það er auðvelt að ljúga að þeim.