Gengi hlutabréfa í námurisanum Rio Tinto hækkaði um 4% í gær sökum orðróms um að helstu keppinautar félagsins, BHP Billiton og Cia. Vale do Rio Doce, hygðust í sameiningu leggja fram yfirtökutilboð í Rio Tinto. Verði slíkt að veruleika verður um að ræða stærsta yfirtökusamning sem gerður hefur verið í námuiðnaðinum. Sérfræðingar hafa hins vegar miklar efasemdir um að af þessu verði.