Þriðjudagur, 1. desember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áhrifamikill metsöluhöfundur látinn

16. júlí 2012 kl. 20:05

Stephen R. Covey

Stephen R. Covey, höfundur bókarinnar 7 Habits of Highly Effective People, lést í dag.

Stephen R. Covey, þekktastur sem höfundur bókarinnar Sjö venjur til árangurs (e. 7 Habits of Highly Effective People), lést á sjúkrahúsi í Idaho í Bandaríkjunum í dag. Hann var 79 ára að aldri. Í fréttum erlendra fjölmiðla af andláti hans segir að Covey hafi látist af völdum áverka sem hann hlaut í reiðhjólaslysi í apríl í vor. 

Covey var með meistaragráðu í stjórnun frá Harvard-háskóla og doktorsgráfðu frá Brigham Young-háskóla í Utah. Hann skaust upp á stjörnuhimininn árið 1989 eftir útkomu áðurnefndrar bókar. Bókin á að hjálpa einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að ná árangri í lífi og starfi. Fyrir utan bókina og aðrar af svipuðum toga sem Covey skrifaði þá stofnaði hann ráðgjafafyrirtækið FranlinCovey.

Bókin Sjö venjur til árangurs hefur selst í rúmlega 25 milljónum eintaka og verið þýdd á 38 tungumál. Þá hefur hún verið kennd víða, svo sem í háskólum hér á landi. M.a. var efni hennar kennt á námskeiði í Opna háskólanum hjá Háskólanum í Reykjavík í byrjun árs.

Slík voru áhrif Sjö venja til árangurs að bandaríska tímaritið Forbes sagði árið 2002 hana vera eina af 10 áhrifamestu stjórnunarbókum  sem gefnar hafi verið út. Hún hampar fleirum álíka merkistitlum, svo sem vikuritið Time sem gerði það í fyrra. Time útgefndi Covey sjálfan fyrir nokkru sem einn af 25 áhrifamestu mönnum Bandaríkjanna árið 2011.Allt
Innlent
Erlent
Fólk