*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 11. september 2018 16:54

Icelandair hækkaði um 9,75%

Líflegur dagur var í Kauphöllinni í dag en heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 3,7 milljörðum króna.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkaði um 9,75% í 513 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Líflegur dagur var í Kauphöllinni í dag en heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 3,7 milljörðum króna.

Öll félög lækkuðu í viðskiptum dagsins en aðeins tvö félög hækkuðu voru það Icelandair og HB Grandi.

Mest lækkun var á bréfum í N! en þau lækkuðu um 5,7% í 508 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var hjá Eik en bréfin lækkuðu um 4,8% í 222 milljóna króna viðskiptum. Verð á hlutabréfum í Reginn lækkaði um 4% í 91 milljóna króna viðskiptum.

Þá lækkaði Íslenska úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 0,62%.