*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 14. september 2018 17:05

Icelandair lækkaði um tæp 4%

Reginn og Eik hækkuðu mest í viðskiptum í kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,15% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1624,31 stigi. 

Gengi bréfa Regins hækkaði um 2,93% í 177 milljóna viðskiptum og Eik um 2,31% í 237 milljóna viðskiptum.

Gengi bréfa Icelandair Group lækkaði um 3,95% í 262 milljóna króna viðskiptum og Orgio um 2,17% í 37 milljóna viðskiptum.

Mest velta var í viðskiptum með bréf VÍS sem lækkuðu um 1,09% í 540 milljóna króna viðskiptum. 

Vísitölur GAMMA

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,11% í 5,2 milljarða viðskiptum. Þar hækkaði óverðtryggði hluti vísitölunnar um 0,51% á meðan sá óverðtryggði lækkaði um 0,06%.