*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 20. september 2018 08:40

Ísland með næstmestu lífsgæði í heimi

Ísland er í öðru sæti á alþjóðlegum lista yfir mestu lífsgæði í heimi og hækkar sig um eitt sæti milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ísland er í 2. sæti af 146 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk félagslegra framfara samkvæmt nýjum lista Social Progress Imperative stofnunarinnar (SPI). Ísland var í 3. sæti á listanum í fyrra. Noregur er í efsta sæti listans, Finnland í 4. sæti og Danmörk í 5. sæti. Svíþjóð er í 11. sæti. Ísland og Noregur eru einu Norðurlöndin sem hækka sig á listanum milli ára, hin þrjú löndin lækka. Vísitalan segir til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og veita einstaklingnum tækifæri til betra lífs. Þetta er í fimmta skipti sem Social Progress Imperative birtir lista sem byggður er á vísitölu félagslegra framfara.

Úttektin 2018 sýnir niðurstöður fyrir 146 þjóðar alls staðar í heiminum byggða á 51 vísi sem allir byggja á útkomu og segja til um hvernig okkur hefur tekist uppi. Hér er horft til þeirra breytinga sem orðið hafa frá upphafi mælinga 2013.

Áherslur á félagslegar umbætur og framfarir sem taka til fleiri þátta en efnahaglsegra verðmæta einna hafa aukist verulega á síðustu árum og sennilega aldrei verið mikilvægari. Enda krafa fólks um aukin lífsskilyrði stöðugt að aukast. Því er mikilvægt að horfa til annarra mælikvarða en fjárhagslegra mælikvarða.

Vísitala félagslegra framfara endurspeglar heildstæða mynd af samfélagslegum og umhverfislegum þáttum og aðgreinir sig með því frá öðrum mælikvörðum. Vísitalan sýnir einungis útkomu, dregur fram hvar þarf að forgangsraða og hvernig skal nýta fjármuni með markvissari hætti til frekari umbóta og uppbyggingar.

Ísland í efsta sæti í 12 mismunandi mælingum Noregur skorar hæst þjóða í félagslegum framförum með 90.26. Noregur leiðir þegar kemur að húsnæði og borgarlegum réttindinum og hefur hækkað um 1.5 punkt frá því 2014, meira en nokkurt annað Norðurlandaríki. Meðaleinkunn á 2017 listanum er 63.46 og lækkar milli ára, var 64.85 í fyrra.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim