*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 7. september 2018 16:58

Jón og Þórarinn hætta í stjórn N1

Jón Sigurðsson og Þórarinn V. Þórarinsson munu ekki gefa kost á sér til endurkjörs í stjórn N1 á hluthafafundi í lok mánaðar.

Ritstjórn
Samkeppniseftirlitið samþykkti í lok júlí kaup N1 á öllu hlutafé Festis.
Haraldur Guðjónsson

Jón Sigurðsson og Þórarinn V. Þórarinsson munu ekki gefa kost á sér til endurkjörs í stjórn N1 á hluthafafundi félagsins þann 25. september næstkomandi.

Mistök í fundarboði hluthafafundar N1 urðu til þess að sagt var að allir núverandi stjórnarmenn félagsins hefðu þegar gefið kost á sér til endurkjörs. Hið rétta er að stjórnarmennirnir tveir hafa gefið út að þeir muni ekki gefa kost á sér.

Fjárfestingafélagið Helgafell á 2% hlut í félaginu, en Jón fer með hlutinn fyrir hönd fyrirtækisins, sem hann stýrir.

N1 festi nýlega kaup á Festi, og í morgun var tilkynnt um að endurskipulagning félagsins vegna kaupanna tæki gildi í dag.

Stikkorð: N1