*

miðvikudagur, 22. ágúst 2018
Innlent 9. október 2017 15:40

Leiðir Miðflokkinn í Suðurkjördæmi

Guðfræðingurinn og fyrrum varaþingmaður Framsóknarflokksins, Birgir Þórarinsson, leiðir lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Birgir Þórarinsson sérfræðingur í alþjóðasamskiptum og guðfræðingur mun leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum, en Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem klauf sig út úr Framsóknarflokknum í kjölfar þess að boðað var til kosninga var formlega stofnaður í Rúgbrauðsgerðinni í gær.

Birgir starfaði við yfirstjórn UNRWA, flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, í Mið-Austurlöndum. Hann hefur sinnt verkefnum á vegum utanríkisráðuneytisins, var varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi 2009-2013 og sat í sveitarstjórn sveitarfélagsins Voga. Auk þess hefur hann rekið ferðaþjónustu um árabil segir í fréttatilkynningu.

Birgir er með meistarapróf í alþjóðasamskiptum og utanríkisþjónustu (MIS) frá American University, Washington D.C. í Bandaríkjunum, með áherslu á hagsmunagæslu ríkja á alþjóðavettvangi. Einnig hefur hann BA próf í guðfræði frá Háskóla Íslands og próf í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá EHÍ.

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, Alþingiskosningar 2017:

 1. Birgir Þórarinsson, sérfr. í alþjóðasamskiptum og guðfræðingur, Vogum.
 2. Elvar Eyvindsson, viðskiptafræðingur og bóndi, Rangárþingi eystra.
 3. Sólveig Guðjónsdóttir, bæjarstarfsmaður, Árborg.
 4. Ásdís Bjarnadóttir, garðyrkjubóndi, Hrunamannahreppi.
 5. Bjarni Gunnólfsson, hótel og rekstrarfræðingur, Reykjanesbæ.
 6. Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, sölumaður og nemi, Reykjanesbæ.
 7. Herdís Hjörleifsdóttir, félagsráðgjafi, Hveragerði.
 8. Jón Gunnþór Þorsteinsson, húsasmíðanemi, Flóahreppi.
 9. Erling Magnússon, lögfr. Árborg.
 10. G. Svana Sigurjónsdóttir, myndlistarmaður, Kirkjubæjarklaustri.
 11. Sæmundur Jón Jónsson, bóndi, Höfn Hornafirði.
 12. Gunnar Már Gunnarsson, umboðsmaður, Grindavík.
 13. Ingi Sigurjónsson, hamskeri, Vestmannaeyjum.
 14. Úlfar Guðmundsson, héraðsdómslögmaður, Reykjanesbæ.
 15. Þóranna L Snorradóttir, grunnskólakennari, Grímsnes – og Grafningshreppi.
 16. Guðrún Tómasdóttir, ferðaþjónustubóndi, Ölfus.
 17. Hansína Ásta Björgvinsdóttir, eldri borgari, Þorlákshöfn.
 18. Valur Örn Gíslason, pípulagningameistari, Ölfus.
 19. Jafet Egill Ingvason, lögregluvarðstjóri, Vík Mýrdal.
 20. Rúnar Lúðvíksson, fv. framkvæmdastjóri, Reykjanesbær.