*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 17. febrúar 2012 09:15

Líklegt að hluthöfum Olís fjölgi frekar

Samkeppniseftirlitið skoðar aðkomu Samherja og Fisk Seafood í hluthafahóp Olís. Stefnt er að því að fleiri bætist í hluthafahópinn.

Ritstjórn

Samkomulag Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar, eigenda Olís, við Landsbankann, sem felur m.a. í sér að þeir afli félaginu viðbótar hlutafjár og um aðkomu nýrra hluthafa í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, er í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrir jól að Samherji hf. og Fisk Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, myndu bætast í hluthafahópinn ásamt því sem þeir Einar og Gísli Baldur leggi félaginu til fjármagn.

Gert mun ráð fyrir að þegar samþykki Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir verði fleiri fjárfestum seldir hlutir í olíuversluninni. Hvorki mun ljóst nú hversu mikið fjármagn hluthafar leggja til Olís né hvernig endanlegur hluthafahópur verður samansettur.

 Einar Benediktsson og Gísli Baldur Garðarsson

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim