*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 3. maí 2018 14:10

Mettap hjá Tesla

Félagið tapaði 710 milljónum dala á fyrsta ársfjórðungi og frjálst fjárflæði var neikvætt um 1 milljarð dala.

Ritstjórn
Elon Musk, stofnandi Tesla.

Rafbílaframleiðandinn Tesla skilaði mettapi á fyrsta ársfjórðungi ársins en félagið tapaði 710 milljónum dala eða sem nemur 71 milljarði króna. 

Félagið gekk jafnframt hratt á lausafé sitt en frjálst fjárflæði þess var neikvætt um 1 milljarð dala eða sem nemur 100 milljörðum króna á fjórðungnum. Í fyrra var frjálst fjárflæði Teslu neikvætt um 277 milljónir dala. 

Tesla segir fyrirtækið geta orðið arðbært ef það nær markmiði um að framleiða 5.000 Model 3 bíla á viku fyrir mitt árið. Í lok apríl var framleiðslumagnið þó ekki nema 2.270 slíkir bílar. Það verður því mikið undir fyrir Tesla á öðrum ársfjórðungi. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim