*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 11. júní 2018 14:50

Milljarðamæringur sækir um pólitískt hæli

Indverski milljarðamæringurinn Nirav Modi er sakaður um að hafa svikið 2 milljarða dollara út úr indverskum banka.

Ritstjórn
Verslun Nirav Modi í New York
epa

Indverskur eigandi skartgripaframleiðandans Nirav Modi hefur sótt um pólitískt hæli í London í kjölfar ásakana um 2 milljarða dollara svik í Indlandi. Eigandinn, sem heitir Nirav Modi rétt eins og fyrirtækið, hefur verið á flótta undan indverskum yfirvöldum síðan í febrúar, vegna ásakana um að hann hafi svikið 2 milljarða dollara út úr Punjab National Bank. Greint er frá þessu á vef BBC. 

Ýmsar Hollywood og Bollywood stjörnur hafa borið skartgripi Modi í gegnum tíðina. Þar má meðal annars nenfna Kate Winslet og Naomi Watts. Skartgripaframleiðandinn er meðal annars með verslanir í London, New York og Hong Kong.

Verslunum Modi í Indlandi hefur verið lokað og yfirvöld hafa lagt hald á eignir hans, þar á meðal bankareikninga og lúxusbifreiðar í hans eigu.

Modi hefur hagnast vel á skartgripasölunni í gegnum tíðina og til marks um það er hann samkvæmt Forbes einn ríkasti maður Indlands, en persónulegar eignir hans eru sagðar nema 1,75 milljörðum dollara.    

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim