*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 6. nóvember 2014 13:25

Nova markaðsfyrirtæki ársins hjá Ímark

Fimm fyrirtæki voru tilnefnd til verðlaunanna markaðsfyrirtæki ársins.

Þórunn E. Bogadóttir
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova.

Nova var valið markaðsfyrirtæki ársins á markaðsverðlaunum Ímark, sem standa nú yfir á Hilton Nordica. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands veitti verðlaunin.

Íslandsbanki, Landsbankinn, Nova, Ölgerðin og Össur voru öll tilnefnd til verðlaunanna. Dr. Þórhallur Guðmundsson, dósent í markaðsfræði við Háskóla Íslands og formaður dómnefndarinnar, sagði dómnefndina hafa verið sammála um það hvaða fyrirtæki fengi verðlaunin. Nefndin hefði einnig verið sammála um að ekki skyldi gera upp á milli hinna fjögurra fyrirtækjanna sem ekki hlutu verðlaunin, öll væru þau framúrskarandi markaðsfyrirtæki. 

Hönnunarmiðstöð Íslands fékk sérstök hvatningarverðlaun, sem voru veitt í fyrsta skipti á verðlaununum nú. Jafnframt var tilkynnt að í ár hafi verið síðasta árið þar sem bæði markaðsmaður ársins og markaðsfyrirtæki ársins eru valin. Stjórn Ímark hefur ákveðið að frá og með næsta ári verði bæði verðlaunin veitt annað hvert ár til skiptis. Þannig verður markaðsmaður ársins valinn á næsta ári en markaðsfyrirtæki ársins árið 2016. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim