*

laugardagur, 20. október 2018
Innlent 8. janúar 2018 17:50

Nýir eigendur á Kaffi Loka

Valdimar Hilmarsson og hjónin Perla Rúnarsdóttir og Bjarni Björnsson tóku við rekstri Kaffi Loka um áramótin.

Ritstjórn
Nýir og fráfarandi eigendur Kaffi Loka.
Aðsend mynd

Nýir eigendur tóku við rekstri Kaffi Loka á Skólavörðuholti um áramótin en það eru þau Valdimar Hilmarsson og hjónin Perla Rúnarsdóttir og Bjarni Björnsson að því er kemur fram í tilkynningu.

Valdimar á og rekur veitingahúsið Sölku Völku á Skólavörðustíg 23. Perla hefur starfað við fiskútflutning og verður nýr framkvæmdastjóri Loka.

Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson ráku Kaffi Loka í áratug á Lokastíg 28 og það á tveimur hæðum hússins undanfarin ár.

Nýir eigendur Kaffi Loka keyptu húsið og veitingareksturinn síðla árs 2017 og tóku við starfseminni núna í upphafi árs 2018. Þeir segjast ætla að reka Loka á svipuðum nótum áfram, enda sé ekki ástæða til að breyta mikið formúlum sem virki vel!

Hrönn og Þórólfur þakka gestum sínum samskipti og viðskipti á Kaffi Loka og óska þeim og landsmönnum öllum gleðilegs árs og velfarnaðar.