*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Fólk 22. mars 2016 17:45

Nýr framkvæmdarstjóri Sæplasts

Hólmar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri hverfissteypufyrirtækisins Sæplasts.

Ritstjórn

Hólmar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hverfisteypufyrirtækisins Sæplasts á Dalvík og tekur við starfinu af Daða Valdimarssyni.

Hólmar er menntaður í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Alabama í Bandaríkjunum og MBA frá Purdue háskólanum í Indíana. Hann tók við starfi sölu- og markaðsstjóra Sæplasts haustið 2013. Áður hafði hann starfað sem ráðgjafi hjá Capacent og m.a. verið í stjórnunuarstöðum hjá Samskipum og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.

Daði Valdimarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs breska fyrirtækisins RPC Group, sem keypti Promens hf. á árinu 2015. Undir svið hans heyra allar tíu hverfisteypuverksmiðjur RPC í Ameríku og Evrópu. Hann verður áfram með aðsetur á Dalvík.

Daði er menntaður í vélaverkfræði frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku og hefur verið framkvæmdastjóri Sæplasts og Promens á Dalvík frá 2003 en var áður framleiðslustjóri fyrirtækisins. Frá árinu 2012 hefur hann einnig verið yfirmaður stórumbúðasviðs Promens og síðar RPC.