*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Fólk 22. mars 2016 17:45

Nýr framkvæmdarstjóri Sæplasts

Hólmar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri hverfissteypufyrirtækisins Sæplasts.

Ritstjórn

Hólmar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hverfisteypufyrirtækisins Sæplasts á Dalvík og tekur við starfinu af Daða Valdimarssyni.

Hólmar er menntaður í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Alabama í Bandaríkjunum og MBA frá Purdue háskólanum í Indíana. Hann tók við starfi sölu- og markaðsstjóra Sæplasts haustið 2013. Áður hafði hann starfað sem ráðgjafi hjá Capacent og m.a. verið í stjórnunuarstöðum hjá Samskipum og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.

Daði Valdimarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs breska fyrirtækisins RPC Group, sem keypti Promens hf. á árinu 2015. Undir svið hans heyra allar tíu hverfisteypuverksmiðjur RPC í Ameríku og Evrópu. Hann verður áfram með aðsetur á Dalvík.

Daði er menntaður í vélaverkfræði frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku og hefur verið framkvæmdastjóri Sæplasts og Promens á Dalvík frá 2003 en var áður framleiðslustjóri fyrirtækisins. Frá árinu 2012 hefur hann einnig verið yfirmaður stórumbúðasviðs Promens og síðar RPC.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim