Meðaltal heildarlauna á Íslandi á síðasta ári nam 667 þúsund krónum á mánuði fyrir fullvinnandi launamann. Miðgildið var hins vegar 583 þúsund krónur, en rúmlega 10% launamanna er með yfir milljón krónum á mánuði, en um fjórðungur launamanna er með hærri laun en 761 þúsund krónur á mánuði.

Fjórðungur til viðbótar er svo með minna en 470 þúsund krónur á mánuði, meðan tíundi hver launamaður er með lægri laun en 381 þúsund krónur í mánaðarlaun að því er Hagstofan greinir frá.

Heildarlaun ríkisstarfsmanna voru að meðaltali 732 þúsund krónur á mánuði, en 697 þúsund krónur hjá launþegum á almennum vinnumarkaði. Starfsmenn sveitarfélaganna voru svo með 528 þúsund krónur á mánuði að meðaltali í heildarlaun, en þar var minnst dreifing launa.

Voru 80% þeirra með heildarlaun undir 600 þúsund krónu, 50% starfsmanna á almennum vinnumarkaði voru með laun undir þeirri upphæð en einungis 40% ríkisstarfsmanna.