Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi íslenskra flokka samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Vinstri græn eru næst stærsti flokkurinn með 20,6% fylgi. Þar á eftir komu Píratar með 13,7% fylgi og Framsókn fylgir fast á hæla þeirra með 13,4%.

Samfylkingin hefur rétt eitthvað úr kútnum  á síðustu misserum og mælist nú með 11,3% fylgi. Björt framtíð og Viðreisn sem eru samtals með fimm ráðuneyti mælast nú samtals með 8,1% fylgi. Björt framtíð mælist með 2,9% og Viðreisn með 5,2%. Flokkur fólksins er enn stærri en Björt framtíð og mælist með 3,6% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 30,9%.