Már Guðmundsson seðlbankastjóra hlakkar til að hætta í Seðlabankanum að því er kom fram í máli hans í sjónvarpsþætti Kjarnans á Hringbraut í gærkvöldi . Öðru skipunartímabili hans lýkur í ágúst á næsta ári og því mun þurfa að skipa nýjan seðlabankastjóra í hans stað.

Már sagði að þótt nægt framboð sé af fólki sem telji sig geta orðið næsta seðlabankastjóra þá sé ekki víst að raunverulegt framboð af kandídötum í starfið sé mikið.

Jafnframt sagði Már að starfið hefði breyst. „Mitt mat er það að í gamla daga var hægt að vera 30 ár í starfi sem þessu. En það er ekki hægt lengur,“ sagði hann.

Málefni Seðlabankans eru í forsætisráðuneytinu sem stendur og því mun það að öllu óbreyttu koma í hlut Katrínar Jakobsdóttur að skipa næsta seðlabankastjóra.