*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 25. september 2018 18:02

Segja Kanada ekki gefa nóg eftir

Stjórnvöld í BNA hafa gefið út að Kanada skuli taka afstöðu til nýs samnings fyrir þann 30. september næstkomandi eða þeir verði ekki aðilar að nýjum samning.

Ritstjórn
Hvíta húsið í Washington DC.
Gísli Freyr Valdórsson

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt Kananda fyrir að sýna ekki þann sveigjanleika sem til þarf til að ríkin komist að samkomulagi um NAFTA - samninginn. 

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa sett stjórnvöldum í Kanada afarkosti. Þau hafa gefið út að Kanada skuli taka afstöðu til nýs samnings fyrir þann 30. september næstkomandi eða þeir verði ekki aðilar að nýjum samning. 

Robert Lighthizer, fulltrúi Bandaríkjanna í samninganefndinni hefur sagt að það sé dálítill ágreiningur enn meðal samningaraðila til að mynda um hluti á borð við aðgang að mjólkurmarkaði Kananda sem og þær aðferðir sem notaðar eru til að leysa viðskiptadeilur milli ríkja. 

Hér er frétt Reuters um málið. 

Stikkorð: Bandaríkin Kanada Bandaríkin NAFTA