*

fimmtudagur, 21. júní 2018
Innlent 20. mars 2017 09:08

Sigmundur bendir á sektargreiðslur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallar Goldman Sachs sjálfa erkitáknmynd alþjóða fjármálakerfisins í tilefni kaupa í Arion banka.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina algjörlega óundirbúna og stefnulausa um framtíð fjármálakerfisins. 

Þetta kemur fram á facebook síðu Sigmundar í tilefni frétta um sölu á tæplega 30% hlut í Arion banka, en þar vísar hann, eins og hann kallar það „til gamans“ í umfjöllun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um Och-Ziff Capital Management, einn af kaupendunum í Arion banka, sem samþykkti að greiða 213 milljónir Bandaríkjadala í sekt vegna mútugreiðslna í afríku.

Facebook færsla Sigmundar:

Vogunarsjóðir og sjálf erkitáknmynd alþjóða- fjármálakerfisins, Goldman Sachs, eignast Arionbanka (30%). Ríkisstjórnin algjörlega óundirbúin og stefnulaus um framtíð fjármálakerfisins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgjast með þessu á fundum í New York.

Fjármálaeftirlitið tók fram að yfirtaka vogunarsjóðanna á Lýsingu væri ekki fordæmisgefandi. Hvað nú?

Rennur þetta í gegn og klárast umræðulaust með samstilltum fréttatilkynningum eftir kvöldfréttir á sunnudegi?

Sumum hefur þótt það merki um „paranoju" þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.

Fyrir viðkomandi fylgir „til gamans" umfjöllun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um einn af nýju eigendum Arion banka.

Fyrirsögnin á fréttinni sem hann vísar í er eftirfarandi:

Och-Ziff Capital Management Admits to Role in Africa Bribery Conspiracies and Agrees to Pay $213 Million Criminal Fine.