*

mánudagur, 10. desember 2018
Innlent 30. mars 2014 08:35

Sigurður Pálmi í Sports Direct: Afi er fyrirmyndin

Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson segir nóg af tækifærum í verslunarekstri.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Ég hugsa mikið út í veltu á fermetra. Ég borga fyrir fermetra og þarf að hugsa: Hvað þarf ég marga starfsmenn á fermetra?“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson í íþróttavöruversluninni Sports Direct. Hann veltur oft vöngum yfir verslun á fermetra. Þetta er lærdómur afans, Pálma Jónssonar, sem löngum var kenndur við Hagkaup.

„Það vita allir sem þekkja mig að hann er mín helsta fyrirmynd. Afi velti þessu mikið fyrir sér fyrir 30- 40 árum. Þetta er mælikvarði sem stenst tímans tönn. Ef hugsað er út í fjárfestinguna og ætlunin að hámarka hana í verslanarekstri þá verður að reyna að hafa eins mikla sölu á fermetra og mögulegt er. Það er líka gríðarleg fjárbinding í því að hafa lága fermetraveltu,“  segir Sigurður Pálmi og bendir á að lítið þurfi til að hækka rekstrarkostnað verslana. Það geti gerst ef verslanir eru stórar og plássið illa nýtt. Þá hækkar opnun nýrra verslana leigukostnaðinn. En salan hækkar aldrei í samræmi við fermetrafjöldann og því má segja að salan minnki á fermetra. „Það má auka veltuna en þetta hámarkar ekki fjárfestinguna. Veltan eykst nefnilega ekki, eða nánast ekkert, í samræmi við fermetrafjölda,“ segir Sigurður Pálmi.

Nóg af tækifærum

Þeir sem þekkja lítið til í verslanarekstri eiga erfitt með að sjá hvaða tækifæri leynast þar. Og ekki virðist umhverfið heilla, allra síst undir harmakveinum um að verslun sé að flytjast úr landi þar sem verðið er lægra og álagningin minni. 

Sigurður Pálmi vísar fullyrðingum þess efnis að íslensk verslun sé á niðurleið út í hafsauga. „Það eru alltaf tækifæri. Ég taldi mesta tækifærið fyrir þessa búð þá að föt eru dýr á Íslandi. Þú þarft að endurnýja fatnað mjög oft, sérstaklega ef þú ert með fjölskyldu. Meiri kröfur eru gerðar til fatnaðar og búnaðar í íþróttaiðkun nú en á árum áður. Þegar ég var krakki þurfti maður ekki að eiga takkaskó fyrir fótboltann nema maður væri að stunda hann af krafti. Ég átti eitt par af skóm sem dugðu fyrir skólann, handboltann, körfubolta og allt annað. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .