*

sunnudagur, 24. september 2017
Innlent 12. september 2012 15:06

Skuldir Borgar­byggðar undir mörkum

Skuldir Borgarbyggðar eru komnar undir 150% sem hlutfall af tekjum sveitarfélagsins. Leiga á dvalarheimili skiptir sköpum.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Frá Borgarnesi.
Aðsend mynd

Skuldir Borgarbyggðar nema 146,3% sem hlutfall af tekjum og þar með 3,7% undir ákvæði sveitarstjórnarlaga um hámark skuldsetningar sveitarfélaga. Hlutfallið má vera 150% af tekjum. 

Fjallað er um málið í Skessuhorni sem kom út í dag og tekið fram að í reglugerðinni um fjármál sveitarfélaga er þeim heimilt að draga frá skuldahlutfalli leigutekjur frá ríkissjóði og þær lífeyrisskuldbindingar sem áætlað er að fyrst komi til greiðslu eftir 15 ár. 

Vitnað er til funda byggðarráðs Borgarbyggðar þar sem greinargerð frá KPMG um málið var lögð fram. 

Þessu til viðbótar er tekið fram í tilkynningu frá Borgarbyggð að framkvæmdir við nýja hjúkrunarálmu við dvalar- og hjúkrunarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi hafi verið fjármagnaðar af Borgarbyggð en 80% af framkvæmdakostnaði var endurgreiddur í gegnum leigu frá ríkissjóði.

Það er einmitt af þeim sökum sem skuldaviðmið Borgarbyggðar lækkar og fer undir viðmiðunarreglur.