*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 2. janúar 2018 10:07

Stærsta bílasöluárið frá upphafi

Sala á metanbílum dróst saman en þó eldsneytisbílar séu enn 85% markaðarins hefur sala á tengitvinnbílum tífaldast.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Nýliðið ár var það stærsta í sölu bíla hér á landi frá upphafi, en í heildina voru 26.226 ökutæki nýskráð á árinu að því er Morgunblaðið greinir frá. Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins segir markaðinn hafa náð ákveðnu hámarki og því geri hann ekki ráð fyrir mikilli söluaukningu á þessu ári.

Metið sem slegið var nú er frá árinu 2007, en þá var fjöldinn 25.715. Fólksbílar voru langstærsti hluti nýskráðra ökutækja, eða 21.287, en söluaukningin í þeim hluta nam 15% milli 2016 og 2017.

Þónokkur breyting hefur orðið innbyrðis á sölu bíla eftir orkugjöfum. þannig hefur sala á tengitvinnbílum, eða Plugin-hybrid, bílum tífaldast á síðustu tveimur árum, ÚR 139 árið 215 í 1.390 á síðasta ári. Sala á rafbílum jókst um 86% milli áranna 2016 og 2017 og sala á Hybrid bílum jókst um 51%.

Sala á dísil og bensínbílum jókst einnig, eða um 8-9%, en hins vegar dróst saman sala á metanbílum um 11%. 

Jón Trausti segir skýringuna aukna áherslu framleiðenda á hybrid- og rafmagnsbíla. „Sú tækni virðist ætla að verða ofan á hjá bílaframleiðendum og framboðið er orðið mun meira af slíkum bílum en metan“ segir Jón Trausti sem segir uppistöðuna enn þó vera bensín- og dísilbíla.

„Þessir bílar eru stærsti hluti markaðarins, eða um 85 prósent, og þessir bílar menga miklu minna en þeir gerðu fyrir einhverjum árum síðan. Eyðsla bensín- og dísilbíla hefur meira en helmingast á áratug. Nýjustu bílarnir eru miklu hreinni en þeir voru áður og alveg ósamanburðarhæfir við gömlu bílana.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim