Dýrasti sumarbústaður landsins er líklega Veiðilækur við Norðurá í Borgarfirði. Bústaðurinn, sem var byggður af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi bankamanni, er 844 fermetrar.

Fasteignamat hússins fyrir árið 2018 er 95,2 milljónir en þegar búið er að taka lóð, ræktað land og hlutdeild í Norðurá inn í dæmið þá er fasteignamatið samtals 128,3 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins liggur markaðsvirði bústaðarins einhvers staðar á milli 400 og 500 milljóna króna.

Í Viðskiptablaðinu í dag er ítarleg umfjöllun um sumarbústaðamarkaðinn á Íslandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .