Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, telur að Framsókn hefði getað fengið 18 til 19 prósent fylgi undir hans stjórn. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Hann segir í samtali við blaðið að það sé ekki annað hægt en að viðurkenna að niðurstaðan hafi verið slæm. Framsókn hlaut 11,5% atkvæða og átta þingmenn, og misstu því ellefu sæti milli kosninga.

Það kemur þó Sigmundi ekki á óvart að öllu leyti hversu illa Framsókn gekk í kosningunum, miðað við það sem á undan gekk. Haft er eftir honum að hann hafði lagt drög af því hvernig Framsókn hefði getað hækkað fylgið sitt um fjögur prósentustig og svo kannski tvö í viðbót í kosningunum sjálfum.