Afstaða almennings til starfslauna listamanna skiptist mjög eftir búsetu; á mölinni eru menn mun hlynntari útdeilingu listamannalauna en gerist úti á landi.

Á meðfylgjandi mynd er aftur á móti sýnt hvar þiggjendur listamannalauna búa, en í því ljósi þarf fyrrnefndur afstöðumunur ekki endilega að koma á óvart.

Af þiggjendum, sem á annað borð búa hér á landi, eru 94% búsettir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins 6% – tíu listamenn alls – eiga heima annars staðar á landinu. Þar af heilir þrír í höfuðstað Norðurlands. Í Mosfellsbæ eru þeir þó fjórir.

Þiggjendur listamannalauna eftir búsetu.
Þiggjendur listamannalauna eftir búsetu.