Miðvikudagur, 2. desember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórarinn hristi höfuðið - Myndir af fundi VÍB

6. maí 2012 kl. 13:57

VÍB hélt fund um möguleika Íslands á einhliða upptöku nýs gjaldmiðils.

Hann var vel sóttur fundur VÍB um möguleikann á einhliða upptöku nýs gjaldmiðils sem haldinn var í síðustu viku. Þar flutti erindi Manuel Hinds, hagfræðingur og fyrrvereandi fjármálaráðherra El Salvador, en hann var jafnframt ráðgjafi stjórnvalda þegar El Salvador tók einhliða upp Bandaríkjadal um síðustu aldamót. Eins og gefur að skilja voru misjafnar skoðanir um áhrif og ágæti einhliða upptöku.

Athygli vakti hversu mikið Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sem jafnframt flutti erindi á fundinum, hristi höfuðið og ranghvolfdi augunum undir erindi Hinds og eins þegar Hinds var að svara spurningum úr sal. Hinds sagði meðal annars að með því að taka upp Bandaríkjadal gætu Íslendingar jafnvel leitað til einkabanka um fyrirgreiðslu og minni þörf væri fyrir seðlabanka.


Stækka má myndirnar með því að smella á þær.Allt
Innlent
Erlent
Fólk