*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 31. ágúst 2015 17:46

Þórsberg segir upp öllum starfsmönnum sínum

Stærsti atvinnurekandinn á Tálknafirði segir upp 26 manns.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sjávarútvegsfyrirtækið Þórsberg á Tálknafirði hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum, en Vísir greindi frá þessu fyrir skömmu. Guðjón Indriðason, framkvæmdastjóri Þórsbergs, segir í samtali við Vísi að umræddir starfsmenn séu 26 talsins.

Fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kom að öllum starfsmönnum hefði verið sagt upp, en ákveðið var að fresta því að hefja starfsemi á ný eftir sumarleyfi. Verið er að kanna möguleika til áframhaldandi rekstrar og endurskipulagningar á starfsemi fyrirtækisins.

„Á undanförnum misserum hefur fyrirtækið farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, aukningu hlutafjár frá eigendum, frekari kaup á aflaheimildum og samstarf um sérstakan byggðakvóta, í þeim tilgangi að styrkja reksturinn. Rekstrareiningin er ekki nægjanlega stór til þess að laða fram nauðsynlega hagkvæmni í rekstrinum," segir meðal annars í tilkynningunni.

Þórsberg var stofnað árið 1975 og er stærsti atvinnuveitandinn á Tálknafirði. Undanfarin ár hefur fyrirtækið gert út línubátinn KÓP BA-175 og haldið úti vinnslu á ferskum, frystum og söltuðum fiskafurðum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim