Stjórnvöld í Kína og Bandaríkjunum skiptast nú á að hækka tolla á vörur hvors annars og samhliða fara væntingar markaðsaðila um að lausn á deilunni sé í #mce_temp_url# fjallar um málið í dag og spyr hverjir muni tapa mest haldi deilurnar áframa að harðna.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur margsinnis fullyrt að bandarískt efnahagslíf njóti góðs af átökunum og tollheimtan muni skila milljörðum dollara í ríkiskassann. Helsti efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, Larry Kundlow, viðurkenndi þó í viðtali á sunnudaginn sl. að það væru bandarísk fyrirtæki sem bæru kostnaðinn af tollum sem lagður er á innflutning frá Kína.

Flestir hagfræðingar taka undir með Kundlow og telja líklegt að innflytjendur muni hækka verð á vörum í samræmi við aukinn kostnað þannig að lokum muni reikningurinn enda hjá bandarískum neytendum.

Samtals eru vörur að andvirði um 550 milljörðum dollara fluttar inn frá Kína og á síðasta ári voru tollar hækkaðir á helming þessara vöruflokka og hefur Trump boðað tollahækkanir á allan innflutning frá Kína. Útflutningur Bandaríkjanna til Kína er mun minni, jafngildi 120 milljarða dollara, en kínversk stjórnvöld hækkuðu í fyrra tolla á nær allar bandarískar vörur.

Bandaríkin eru stærsti markaður kínverskra framleiðenda og þrátt fyrir deilurnar þá jókst útflutningur yfir Kyrrahafið um 7% í fyrra. Hins vegar rekja greinendur 9% samdrátt í útflutningi til Kína á fyrsta fjórðungi í ár til viðskiptastríðsins.